Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. september 2021 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Páll stýrir Fylki áfram (Staðfest)
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson mun stýra Fylki í Lengjudeildinni næsta sumar.

Hann staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið eftir 6-0 tap gegn Val í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar á þessum ágæta laugardegi.

Fylkir endaði á botni efstu deildar í sumar og mun Rúnar fá það verkefni að koma liðinu beinustu leið aftur upp. Hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið.

Rúnar tók við Fylki í byrjun þessa mánaðar og tókst ekki að halda liðinu uppi. Hann fær samt traustið áfram.

Rúnar Páll þjálfaði Stjörnuna frá 2014 til 2021, og gerði hann liðið bæði að Íslands- og bikarmeisturum á tíma sínum í Garðabænum.
Athugasemdir
banner
banner
banner