Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. september 2022 23:08
Brynjar Ingi Erluson
Rashford fær nýjan langtímasamning
Marcus Rashford
Marcus Rashford
Mynd: EPA
Marcus Rashford, leikmaður Manchester United á Englandi, mun fá nýjan langtímasamning hjá félaginu, en það er Daily Express sem segir frá þessu í dag.

Rashford, sem er 24 ára gamall, verður samningslaus næsta sumar, en United á möguleika á að virkja ákvæði í samningnum sem framlengir hann um eitt ár til viðbótar.

United mun virkja það ákvæði og er svo markmiðið að bjóða honum nýjan langtímasamning.

Englendingurinn átti slakt tímabil á síðustu leiktíð og skoraði einungis 5 mörk í 32 leikjum. Erik ten Hag, stjóri United, hefur komið með ferska vinda inn í hópinn og fengið Rashford til að koma sér aftur í gang.

Rashford er með þrjú mörk í sex deildarleikjum á tímabilinu, en hann skoraði tvö þeirra í sigri á Arsenal á dögunum.

United sér Rashford sem hluta af framtíðarplönum félagsins og segir Express að það sé nú á leið í viðræður við hann um að gera langtímasamning.
Athugasemdir
banner
banner