Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
   mán 25. september 2023 20:06
Ívan Guðjón Baldursson
Mané skoraði og Rúben Neves gerði sigurmark
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það fóru fjórir leikir fram í sádí-arabíska bikarnum í dag þar sem Rúben Neves skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri Al-Hilal gegn Al-Jabalain.


Neves skaut Al-Hilal þar með í 16-liða úrslit bikarsins en Bono varði mark liðsins í sigrinum og voru Kalidou Koulibaly, Aleksandar Mitrovic og Malcom meðal byrjunarliðsmanna.

Sadio Mane skoraði þá fyrsta mark Al-Nassr í þægilegum sigri eftir erfiðan fyrri hálfleik. Mane skoraði af vítapunktinum á 16. mínútu en heimamenn í Ohod jöfnuðu fyrir leikhlé. Ryad Boudebouz fyrrum leikmaður Real Betis lagði upp jöfnunarmark Ohod.

Það stöðvaði þó ekki stjörnum prýtt lið Al-Nassr þar sem Seko Fofana og Anderson Talisca skoruðu næstu mörk liðsins áður en heimamennirnir Ayman Yahya og Meshari Al-Nemer innsigluðu stórsigur.

Damac og Al-Najma eru þá einnig komin áfram í næstu umferð. Nicolae Stanciu og Aaron Ceesay skoruðu í sigri Damac, en Georges-Kévin N'Koudou fyrrum leikmaður Tottenham er einnig á mála hjá félaginu.

Al-Jabalain 0 - 1 Al-Hilal
0-1 Ruben Neves ('64)

Ohod 1 - 5 Al-Nassr
0-1 Sadio Mane ('16, víti)
1-1 Konrad Michalak ('45)
1-2 Seko Fofana ('62)
1-3 Anderson Talisca ('73)
1-4 Ayman Yahya ('81)
1-5 Meshari Al-Nemer ('86)

Damac 2 - 1 Qaisumah

Al-Najma 2 - 1 Al-Raed


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner