Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   mán 25. september 2023 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Nico Gonzalez nær samkomulagi við Fiorentina
Mynd: EPA
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að argentínski kantmaðurinn Nicolás González sé búinn að samþykkja nýjan samning hjá Fiorentina.

Nico Gonzalez er gríðarlega öflugur kantmaður og reyndi Brentford að kaupa hann í sumar, en án árangurs. Fiorentina hafnaði rúmlega 40 milljón evra tilboði frá Brentford.

Gonzalez á þrjú ár eftir af núgildandi samningi sínum við Fiorentina en er búinn að samþykkja nýjan samning á endurbættum kjörum.

Allt er klappað og klárt, það á einungis eftir að ganga frá undirskrift og tilkynningu.

Gonzalez er 25 ára gamall og hefur komið að fimm mörkum í sjö leikjum á nýju tímabili. Hann kom að 19 mörkum í 42 leikjum á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner