Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
Snúin aftur eftir krossbandaslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Guðni Eiríks: Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því
Nik: Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum
Bridgette: Settum bara hausinn undir okkur og héldum áfram
Jóhannes Karl: Sögðum ekkert stórkostlegt í hálfleik,
Óli Kristjáns: Virkileg seigla í liðinu
Einar Guðna: Svona gerist í fótbolta
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
   fim 25. september 2025 21:44
Hafþór Örn Laursen
Óli Kristjáns: Virkileg seigla í liðinu
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur tók sigur af býtum á ótrúlegan hátt í Laugardalnum 3-2 gegn Víkingi. Ólafur var fenginn í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn.

''Tilfinningin er sæt. Það leit ekkert mjög vel út þegar það voru 10 mínútur eftir og við missum Jelenu útaf og Víkingar skora sitt seinna mark. Ég segi það af einlægni að það er gaman að sjá leikmann í deildinni skora svona flott mark. Síðan tókum við smá sénsa og það var virkileg seigla í liðinu að ná þessum tveimur mörkum.''

Ólafur var mjög ánægður með fyrri hálfleik.

''Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleik og við spiluðum hann vel. Við vorum í mið-blokk og díluðum vel við framherja Víkings sem hafa spilað feykilega vel í sumar.''

''Við komum soft inn í seinni hálfleik og Víkingur tekur frumkvæðið. Við vorum undir í baráttunni og ég var ekki sáttur með fyrsta korterið. Síðan fer Jelena útaf og við fáum mark í andlitið en mörg móment þar sem hægt er að taka að sér og læra.''


''Það er voða töff að segja að mér hefði fundist við geta komið til baka. Mér fannst það frekar velta á því hvort við næðum að fara í gegnum það að þær voru að tefja og setja saman kannski nokkrar góðar sóknir til að komast inn í þetta. Ég hefði tekið jafnteflið en geggjað að taka sigurinn.''

Óli var beðinn um að lýsa seina markinu hjá Kaylu.

''Ég get ekki lýst því eins og það gerðist því það fer allt í einhverja móðu. En ég get lýst því þannig að margir leikir hjá okkur hafa verið jafnir og við ekki náð að velta yfir til okkar en við náðum því í kvöld og það var góð tilfnning. Risastórt hrós á liðið fyrir að hafa þetta spirit til að koma til baka.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner