Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 25. september 2025 21:44
Hafþór Örn Laursen
Óli Kristjáns: Virkileg seigla í liðinu
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur tók sigur af býtum á ótrúlegan hátt í Laugardalnum 3-2 gegn Víkingi. Ólafur var fenginn í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn.

''Tilfinningin er sæt. Það leit ekkert mjög vel út þegar það voru 10 mínútur eftir og við missum Jelenu útaf og Víkingar skora sitt seinna mark. Ég segi það af einlægni að það er gaman að sjá leikmann í deildinni skora svona flott mark. Síðan tókum við smá sénsa og það var virkileg seigla í liðinu að ná þessum tveimur mörkum.''

Ólafur var mjög ánægður með fyrri hálfleik.

''Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleik og við spiluðum hann vel. Við vorum í mið-blokk og díluðum vel við framherja Víkings sem hafa spilað feykilega vel í sumar.''

''Við komum soft inn í seinni hálfleik og Víkingur tekur frumkvæðið. Við vorum undir í baráttunni og ég var ekki sáttur með fyrsta korterið. Síðan fer Jelena útaf og við fáum mark í andlitið en mörg móment þar sem hægt er að taka að sér og læra.''


''Það er voða töff að segja að mér hefði fundist við geta komið til baka. Mér fannst það frekar velta á því hvort við næðum að fara í gegnum það að þær voru að tefja og setja saman kannski nokkrar góðar sóknir til að komast inn í þetta. Ég hefði tekið jafnteflið en geggjað að taka sigurinn.''

Óli var beðinn um að lýsa seina markinu hjá Kaylu.

''Ég get ekki lýst því eins og það gerðist því það fer allt í einhverja móðu. En ég get lýst því þannig að margir leikir hjá okkur hafa verið jafnir og við ekki náð að velta yfir til okkar en við náðum því í kvöld og það var góð tilfnning. Risastórt hrós á liðið fyrir að hafa þetta spirit til að koma til baka.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir