Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Al Hilal krækir í Luciano Vietto (Staðfest)
Mynd: GettyImages
Argentínski kantmaðurinn Luciano Vietto er genginn í raðir Al Hilal í Sádí-Arabíu þar sem hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning.

Al Hilal er sagt borga 7 milljónir evra fyrir Vietto, sem verður 27 ára í desember. Vietto var leikmaður Sporting en þar áður var hann á mála hjá Atletico Madrid.

Hann braust fyrst fram í sviðsljósið með Racing í Argentínu og svo gerði hann 20 mörk á sínu fyrsta tímabili með Villarreal rétt skriðinn yfir tvítugt. Atletico greiddi því 20 milljónir evra fyrir Vietto sem fann aldrei taktinn og hefur síðan leikið fyrir Sevilla, Valencia og Fulham á lánssamningum.

Hjá Al Hilal mun Vietto spila með leikmönnum á borð við Sebastian Giovinco, Bafetimbi Gomis og Andre Carrillo.

Al Hilal er ríkjandi meistari í Sádí-Arabíu og hefur unnið deildina þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner