PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   fös 25. október 2024 12:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Gylfi hafi verið mjög áhugasamur um KFA
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Gunnþór Jónsson, sem er í dag aðalþjálfari KFA, er góður vinur Gylfa.
Eggert Gunnþór Jónsson, sem er í dag aðalþjálfari KFA, er góður vinur Gylfa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann hefði betur komið þangað. Þá hefði KFA rúllað yfir deildina og það hefði verið gaman hjá honum," sagði Mikael Nikulásson, fyrrum þjálfari KFA, í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark fyrir stuttu.

Hann var þá spurður út í þá slúðursögu að KFA hafi verið nálægt því að fá Gylfa Þór Sigurðsson til sín áður en hann fór í Val. KFA leikur í 2. deild.

„Ég heyrði og vissi að hann hefði haft mikinn áhuga á þessu. Það vantaði bara peninga. Það var talað við einhverja aðila. Hann og Eggert, sem var aðstoðarþjálfari hjá mér, eru bestu vinir. Þegar kemur í ljós að Eggert væri kominn í KFA, þá sendi Gylfi hvort að hann ætti ekki bara að koma líka," sagði Mikael.

Mikael er á því máli að Gylfa hefði liðið betur í KFA en hjá Val.

„Heldurðu að það sé ekki skemmtilegt að vera í blíðunni fyrir austan yfir sumarið? Hann hefði getað verið í golfi, fengið frí á einni og einni æfingu og farið að veiða," sagði Mikael.

„Heldurðu að þetta hafi verið gaman hjá Val í sumar?"

Mikael segir að það hafi vantað gott tilboð á borðið fyrir Gylfa. „Ég myndi segja það að ef hann hefði fengið tilboð með því sem mig grunaði að þyrfti að koma, þá hefði hann mögulega komið. En tilboðið kom aldrei því við gátum ekki sent honum tilboð. Það er miklu auðveldara fyrir KFA að redda peningnum en Val og Víking út af fyrirtækjunum á svæðinu. Það var eins og í mörgu öðru, þessi fyrirtæki geta skammast sín. Þau eru með allt lóðrétt í tengslum við stuðning í kringum fótboltann. Gylfi hafði virkilegan áhuga á þessu, það var málið."

Gylfi verður í eldlínunni með Val gegn ÍA á morgun þar sem Valsmenn geta tryggt sig í Evrópukeppni með jafntefli. Gylfi hefur ýjað að því að það verði sinn síðasti leikur á ferlinum.


Athugasemdir
banner
banner