Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 25. nóvember 2019 12:46
Elvar Geir Magnússon
Aguero frá næstu vikurnar
„Hann verður frá í nokkra leiki, ég veit ekki nákvæmlega hversu lengi. Hans verður saknað," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, um meiðsli argentínska sóknarmannsins Sergio Aguero.

Aguero fór meiddur af velli í 2-1 sigrinum gegn Chelsea um helgina.

Meðal leikja sem hann mun missa af er grannaslagurinn gegn Manchester United þann 7. desember.

Ljóst er að Gabriel Jesus fær nú stærra hlutverk næstu vikurnar.

Manchester City á leik gegn Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni á morgun.



Athugasemdir
banner