Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. janúar 2021 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel hefst handa strax: Getum ekki beðið
Tuchel og þjálfarateymi hans er mætt til Chelsea.
Tuchel og þjálfarateymi hans er mætt til Chelsea.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fyrir nokkrum mínútum staðfesti Chelsea ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra sínum, Thomas Tuchel. Hann tekur við starfinu af Frank Lampard sem var rekinn í gær.

Tuchel kveðst mjög spenntur fyrir nýju verkefni. Hann gerði 18 mánaða samning við Chelsea.

„Ég vil þakka Chelsea fyrir að bera traust til mín og þjálfarateymisins," segir Tuchel.

„Við berum mikla virðingu fyrir vinnu Frank Lampard og arfleifð hans hjá Chelsea. Á sama tíma getum við ekki beðið eftir því að hitta liðið og keppa í mest spennandi deild í heimi. Ég er þakklátur að vera hluti af Chelsea fjölskyldunni, tilfinning er stórkostleg."

Tuchel stýrir Chelsea á æfingu í kvöld og í leik gegn Wolves á morgun.

Hann þarf að fara í fimm daga sóttkví utan vinnunnar en má mæta í leiki og æfingar svo lengi sem hann skilar neikvæður kórónuveiruprófi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner