Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. janúar 2022 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Moriba fyllir skarð Wass - Bryan Gil til Valencia?
Ilaix Moriba hefur aðeins spilað 100 mínútur fyrir Leipzig í sex leikjum á tímabilinu
Ilaix Moriba hefur aðeins spilað 100 mínútur fyrir Leipzig í sex leikjum á tímabilinu
Mynd: Heimasíða Leipzig
Spænska félagið Valencia er með hraðar hendur á markaðnum en danski leikmaðurinn Daniel Wass er að ganga í raðir Atlético og mun þá spænski miðjumaðurinn Ilaix Moriba kom í stað hans á láni frá RB Leipzig.

Wass er 32 ára gamall og getur spilað bæði sem hægri bakvörður og á miðju. Hann hefur aðallega spilað á miðjunni síðustu ár og því þörf fyrir Valencia að fylla skarð hans.

Samkvæmt AS á Spáni er hinn 18 ára gamli Ilaix Moriba á leið til félagsins á láni frá RB Leipzig. Moriba gekk til liðs við Leipzig frá Barcelona síðasta sumar en hefur ekki tekist að finna sig fyrri hluta tímabilsins.

Hann mun því semja við Valencia út þetta tímabil. Þá er Valencia einnig í sambandi við Tottenham Hotspur vegna Bryan Gil. Valencia vill Gil á láni út leiktiðina en Sami Castillejo er einnig á lista félagsins.

Valencia er í 10. sæti spænsku deildarinnar með 29 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner