Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. febrúar 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Manchester United skoðar Ödegaard og David
Powerade
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Hvað verður um Aubameyang?
Hvað verður um Aubameyang?
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með ýmsar kjaftasögur fyrir sumarið. Skoðum þær helstu í dag.



Manchester United hefur aukið áhuga sinn á Jack Grealish (24) miðjumanni Aston Villa. (Manchester Evening News)

Manchester United selur líklega Jesse Lingard (27) og Andreas Pereira (24) eftir tímabilið. (Express)

Arsenal gæti hlustað á tilboð í Pierre-Emerick Aubameyang (30) í sumar til að missa hann ekki frítt eftir ár. (Mail)

Inter er með Aubameyang efstan á óskalistanum ef Lautaro Martinez (22) fer annað í sumar. (Calciomercato)

Aubameyang hefur ekki útilokað að skrifa undir nýjan samning við Arsenal. (Metro)

Andrea Agnelli, forseti Juventus, segir að ítölsku meistararnir hafi íhugað að reyna að fá Pep Guardiola frá Manchester City. (Manchester Evening News)

Barcelona þarf að borga 225 milljónir punda til að fá Sadio Mane (27) frá Liverpool vegna klásúlu sem enska félagið gerði þegar Börsungar keyptu Philippe Coutinho. (Mirror)

Margir leikmenn gætu farið frá Manchester City ef liðið vinnur Meistaradeildina í vor, þar á meðal Raheem Sterling. (ESPN)

Arsenal hefur áhuga á að fá Marc Cucurella (21) vinstri bakvörð Barcelona en hann er á láni hjá Getafe. (Cadena Cope)

Sergio Ramos (33) er ekki að drífa sig í að ganga frá nýjum samningi við Real Madrid en hann segir samband sitt við félagið vera frábært. (Goal)

Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánverja, hefur áhyggjur af því hversu lítið Kepa Arrizabalaga (25) er að spila hjá Chelsea. (AS)

Manchester United hefur sent njósnara til að fylgjast með Martin Ödegaard (21) sem er í láni hjá Real Sociedad frá Real Madrid. (Star)

Manchester United er líka að skoða Jonathan David (20) framherja Gent. (Mail)

Umboðsmaður David telur að það gæti verið of stórt stökk fyrir leikmanninn að fara til United. (FourFourTwo)

Real Madrid er að skoða norska landsliðsmanninn Alexander Sorloth (24), framherja Crystal Palace, en hann hefur skorað 21 mark í 30 leikjum á láni hjá Trabzonspor í vetur. (Evening Standard)

Óánægja er hjá Inter með frammistöðu Alexis Sanchez (31) sem fer líklega aftur til Manchester United í sumar þegar lánssamningur hans rennur út í sumar. (Star)

Írska félagið Dundalk reyndi að fá Troy Parrott (18) framherja Tottenham á láni í janúar. (Irish Independent)

Arsenal vill mæta Villarreal í æfingaleik á Emirates leikvanginum í sumar og kveðja Arsene Wenger og Santi Cazorla formlega. Cazorla spilar í dag með Villarreal. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner