Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. febrúar 2020 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meiðslavandræði Laporte halda áfram
Mynd: Getty Images
Aymeric Laporte, lykilmaður í vörn Manchester City, heldur áfram að eiga í erfiðleikum með meiðsli á þessu tímabili.

Nú er í gangi leikur Real Madrid og Manchester City á Santiago Bernabeu í Madríd. Er það fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Laporte byrjaði í hjarta varnarinnar hjá Englandsmeisturunum, en þurfti að fara af velli vegna meiðsla eftir tæpar 33 mínútur. Brasilíumaðurinn Fernandinho kom inn í vörnina í stað Laporte.

Laporte er besti varnarmaður Manchester City, en hann hefur á þessu tímabili aðeins komið við sögu í sjö úrvalsdeildarleikjum. Meiðsli hafa leikið hann grátt.

Vonandi fyrir hann eru þau meiðsli sem urðu til þess að hann gat ekki haldið leik áfram í kvöld, ekki alvarleg.


Athugasemdir
banner
banner
banner