Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. febrúar 2020 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Real Madrid mætir Man City á Bernabeu
Manchester City fer á Bernabeu
Manchester City fer á Bernabeu
Mynd: Getty Images
Fyrri umferðin í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld með tveimur frábærum leikjum en Real Madrid mætir Manchester City á Santiago Bernabeu.

Madrídingar fá Pep Guardiola og félaga í heimsókn á Bernabeu í spennandi leik en Guardiola hefur sett alla einbeitingu á Meistaradeildina í ljósi þess að liðið er 22 stigum á eftir Liverpool í deildinni.

Á sama tíma mætast Lyon og Juventus í Frakklandi. Þá er einn leikur á dagskrá í Evrópudeildinni en Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers mæta Braga. Rangers vann fyrri leikinn 3-2.

Leikir dagsins:

Meistaradeildin
20:00 Real Madrid - Man City
20:00 Lyon - Juventus

Evrópudeildin
17:00 Braga - Rangers
Athugasemdir
banner
banner
banner