Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 26. febrúar 2024 21:51
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Simms með þrennu í fyrri hálfleik
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Coventry 5 - 0 Maidstone United
1-0 Ellis Simms ('9)
2-0 Ellis Simms ('14)
3-0 Ellis Simms ('35)
4-0 Fabio Tavares ('88)
5-0 Fabio Tavares ('91)

Coventry tók á móti Maidstone United í 16-liða úrslitum FA bikarsins en utandeildarlið Maidstone kom öllum á óvart með að komast svona langt í keppninni.

Maidstone tókst að leggja Ipswich Town að velli í síðustu umferð en heppnin var ekki með þeim í Coventry í kvöld, þar sem Ellis Simms gerði út um viðureignina í fyrri hálfleik.

Simms, sem er fyrrum leikmaður Everton og kostaði um 8 milljónir punda síðasta sumar, skoraði þrennu fyrir leikhlé og var svo skipt af velli eftir 20 mínútur af síðari hálfleik.

Fabio Tavares lék allan leikinn á hægri kantinum og bætti hann tveimur mörkum við á lokamínútunum. Lokatölur urðu því 5-0 og er Coventry fyrsta liðið til að tryggja sig í 8-liða úrslit enska bikarsins í ár.
Athugasemdir
banner
banner