Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 26. mars 2017 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Dublin, Írlandi
Helgi Kolviðs: Kitlar að fá að spila þennan leik
Icelandair
Helgi ásamt Degi Sveini Dagbjartssyni starfsmanni landsliðsins á æfingu íslenska liðsins í Parma fyrir helgi.
Helgi ásamt Degi Sveini Dagbjartssyni starfsmanni landsliðsins á æfingu íslenska liðsins í Parma fyrir helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það gætu orðið nokkrar breytingar á byrjunarliðinu," sagði Helgi Kolviðsson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í dag en liðið mætir Írlandi í vináttulandsleik á þriðjudagskvöld.

Íslenska liðið flaug til Dublin frá Albaníu í gær og við heimsóttum liðið í hótelgarðinn hjá þeim.

„Það er æfing á morgun sem við ætlum að fara í gegnum og þá sjáum við líka stöðuna á þeim leikmönnum sem spiluðu síðasta leik. Við tökum þá ákvörðun annað kvöld um liðið," bætti Helgi við.

Arnór Smárason var kallaður inn í hópinn í morgun en þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Emil Hallfreðsson og Arnór Ingvi Traustason yfirgáfu hópinn í gær vegna smávægilegra meiðsla.

„Það var skynsemi núna að þeir sem voru tæpir og þeir sem fundu fyrir meiðslum og eru að spila vel með sínum liðum færu heim. Það er líka mikilvægt fyrir okkur. Maður sér það hjá Gylfa og Emil hversu sterkir þeir komi inn þegar þeim gengur vel hjá eigin liðum. Þegar menn lenda í basli eða fá smá meiðsli þá erum við ekki að taka neinar áhættur í þá áttina. Við erum að reyna að gera það besta fyrir okkar leikmenn og þeir skila því líka til baka þegar þeir koma til okkar."

Þokkaleg slagsmál og nokkrir meiddir
Írar mættu Wales í undankeppni EM 2018 á föstudaginn og gerðu markalaust jafntefli í leik þar sem mikið var um slagsmál og baráttu innan vallar.

„Ég er búinn að horfa á þennan leik þrisvar," sagði Helgi. „Það voru þokkaleg slagsmál í leiknum og nokkrir meiddir sem fóru útaf. En þetta var mjög heiðarlegur leikur og maður sér það snýr enginn til baka í návígum í þessum leik. Ef það verður einhver 50/50 bolti þá verðum við að vera tilbúnir að fara í hann. Sá sem hikar tapar!" sagði Helgi og hélt svo áfram og sagðist svo spenntur fyrir leiknum á þriðjudaginn að hann langi til að spila hann sjálfur.

„Þetta er það sem við fílum, skemmtilegur bolti og það er heiðarlegt. Þetta var ekkert dirty leikur. Hann var bara harður og það er líka hluti sem við kunnum. Ég lenti í því á EM í sumar að fylgjast með Írum nokkrum sinnum og stemmningin uppi í stúku hjá þeim er alveg æðisleg. Sem fyrrverandi leikmaður kitlar mig, ef mig langaði að spila einhvern leik þá er það þessi leikur. Ég á mjög erfitt með að tala um vináttuleik þó við verðum vinir eftir á, leikur er leikur og við viljum vinna hann. Það er ekkert annað sem kemur til greina."

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner