Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 26. mars 2017 22:00
Hafliði Breiðfjörð
Dublin, Írlandi
Kári Árna: Meiri kröfur frá hinum almenna borgara
Icelandair
Kári fyrir leikinn gegn Kosovo á föstudaginn.
Kári fyrir leikinn gegn Kosovo á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum alveg að þetta var hörkulið og þetta voru þeirra fyrstu leikir sem þeir töpuðu en þeir eru allir að koma til og styrkjast með hverri vikunni og fá nýja leikmenn. Þetta er hörkulið sem mun taka stig á heimavelli, það er alveg ljóst," sagði Kári Árnason varnarmaður íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í dag um 1-2 sigur á Kosovo í vináttulandsleik á föstudagskvöldið.

„Með betri árangri eru komnar meiri kröfur á okkur frá hinum almenna borgara og fjölmiðlum og svo framvegis. En við tökum ekkert af Kosovo liðinu að þetta er mjög gott lið og það er mjög gott að ná sigri á útivelli. Það er ekkert hægt að ætlast til þess að við spilum brassabolta á móti Kosovo og rúllum yfir þá. Þannig er þetta ekki lengur, þetta er hörkulið og við erum mjög sáttir við öll þrjú stigin."

Ísland er í góðri stöðu í riðlinum í undankeppni HM með 10 stig eftir fimm leiki, þremur stigum frá toppliði Króatíu sem við mætum í júní.

„Við verðum að ná úrslitum á móti Króötum í sumar, svo einfalt er það. Við megum ekki tapa þeim leik, þá verður erfitt að ná í efsta sætið. Þá væru þeir komnir með 6 stiga forskot og allt lítur út fyrir að þeir rúlli yfir riðilinn þá. Við verðum að ná einhverju út úr þeim leik, hvort sem það er jafntefli eða sigur," sagði Kári.

„Þetta er gríðarlega erfitt lið svo það er stór yfirlýsing að segjast ætla að vinna Króatana. Við ætlum okkur það náttúrulega en tökum eitt stig líka og höldum þessu opnu þannig. Við vitum um gæði þeirra, þetta er ótrúlegt fyrir 4 milljóna manna þjóð að vera með jafngott landslið og þeir eru með og hafa alltaf verið með. Við verðum að eiga toppleik til að geta unnið þá."

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner