Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. mars 2020 08:30
Elvar Geir Magnússon
Nainggolan óttast um eiginkonu sína
Radja Nainggolan.
Radja Nainggolan.
Mynd: Getty Images
Radja Nainggolan viðurkennir að hann óttist að fá kórónaveiruna og smita eiginkonu sína sem er í baráttu við krabbamein.

Ítalía er það land sem hefur verst fengið að kenna á Covid-19 heimsfaraldrinum en Nainggolan spilar fyrir Cagliari á lánssamningi frá Inter.

Eiginkona hans, Claudia, er með krabbamein og er í áhættuhópi.

„Kórónaveiran er stórt vandamál. Sjúkrahús eru full og meðferðir að frestast. Claudia er með veikt ónæmiskerfi. Þess vegna forðast hún sjúkrahús og það eru biðlistar sem ákveða það hvenær hún kemst að," segir Nainggolan.

„Þegar ég fer að versla er hætta á að ég smitist og ég er hræddur um að hún fái veiruna. En ég fer mjög varlega og held að allt fari vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner