Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 26. mars 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Christensen meiddist gegn Finnlandi
Mynd: EPA

Spænska stórveldið FC Barcelona er búið að staðfesta að Andreas Christensen meiddist á vinstri kálfa í landsleikjahlénu.


Christensen, sem hefur verið mikilvægur hlekkur í varnarlínu Barca þegar hann er heill heilsu, var í byrjunarliði Dana í 3-1 sigri gegn Finnum í fyrstu umferð undankeppni Evrópumótsins 2024.

Honum var skipt af velli eftir aðeins 18 mínútna leik í stöðunni 0-0.

Christensen bætist því við meiðslalista Barca sem inniheldur einnig Ousmane Dembele, Pedri, Ronald Araujo og Frenkie de Jong. Auk þess er brasilíski kantmaðurinn Raphinha í leikbanni fyrir næsta leik Börsunga, sem verður á útivelli gegn Elche 1. apríl.

Fjórum dögum síðar er gríðarlega mikilvægur El Clasico slagur á Nývangi í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins. Barca er þar með 1-0 forystu eftir sigur í fyrri leiknum í Madríd, en mun þurfa á öllum sínum bestu leikmönnum að halda fyrir seinni viðureignina. Christensen missir af öllum líkindum af þeirri viðureign.


Athugasemdir
banner
banner
banner