sun 26. mars 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Rodri straujaði Ödegaard innan vítateigs
Ödegaard kláraði leikinn og virðist ekki hafa meiðst við tæklinguna.
Ödegaard kláraði leikinn og virðist ekki hafa meiðst við tæklinguna.
Mynd: EPA

Noregur tapaði 3-0 gegn Spáni í fyrstu umferð undankeppni landsliða fyrir EM 2024.


Leikurinn var jafnari en lokatölurnar segja til um, þar sem Spánn leiddi aðeins með einu marki stærsta hluta leiksins og komust Norðmenn nokkrum sinnum nálægt því að jafna en boltinn rataði ekki í netið.

Martin Ödegaard var í byrjunarliði Norðmanna, sem mættu til leiks án Erling Braut Haaland sem er meiddur. Ödegaard sýndi flotta takta á köflum og var óheppinn að fá ekki dæmda vítaspyrnu þegar Rodri straujaði hann niður innan vítateigs.

Ödegaard var búinn að hleypa af skoti þegar Rodri tæklaði hann en boltinn barst aftur út í teiginn þar sem Ödegaard hefði getað náð til hans. Því hefðu margir aðrir dómarar dæmt vítaspyrnu umsvifalaust, en Benoit Bastien, franskur dómari leiksins, var ekki á því máli.

Ödegaard og Rodri eru í titilbaráttunni á Englandi og mætast í titilslag á Etihad leikvanginum 26. apríl.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner