„Þetta fer 1-1 og við vinnum eftir vító, Sverrir Ingi með markið. Það er 100% vító þegar við mætum til Wroclaw í Póllandi. Þetta verður dramatík, þetta verður veisla," sagði Siggi Bond í viðtali við Fótbolta.net á leikdag í Wroclaw.
Í kvöld fer fram úrslitaleikur um sæti á EM í sumar. Ísland mætir Úkraínu á Wroclaw Stadion og hefst leikurinn klukkan 19:45 að íslenskum tíma.
Í kvöld fer fram úrslitaleikur um sæti á EM í sumar. Ísland mætir Úkraínu á Wroclaw Stadion og hefst leikurinn klukkan 19:45 að íslenskum tíma.
Lestu um leikinn: Úkraína 2 - 1 Ísland
„Þetta verður ógeðslega erfiður leikur, þeir eru með miklu betra lið en við, en við eigum alveg fínan séns. Þetta eru ekki sturlaðir leikmenn hjá þeim, bara fínir."
Siggi var með innherjaupplýsingar um byrjunarliðið í kvöld og koma þær fram í spilaranum hér að ofan.
„Ég missti af EM 2016 og HM 2018 og er ennþá mjög pirraður út af því. Þannig ég er illa sáttur að vera hérna núna," sagði Siggi.
Athugasemdir