Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
   mið 26. mars 2025 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea festir líklega kaup á Sancho
Mynd: Chelsea
Sky Sports greinir frá því að Chelsea stefni að því að festa kaup á kantmanninum Jadon Sancho þrátt fyrir möguleika að sleppa því gegn greiðslu á 5 milljónum punda.

   24.03.2025 09:23
Sektin sem Chelsea þyrfti að greiða vegna Sancho


Chelsea getur fest kaup á Sancho fyrir 25 milljónir punda en hefur þrátt fyrir það verið orðað við ýmsa kantmenn á undanförnum vikum. Kaveh Solhekol og Melissa Reddy hjá Sky segja orðrómana þó ekki byggjast á mögulegri brottför Sancho, heldur frekar á óvissu varðandi framtíð Mykhailo Mudryk hjá félaginu.

Chelsea borgaði vel yfir 60 milljónir punda til að kaupa Mudryk, upphæð sem gæti hækkað um 30 milljónir með árangurstengdum aukagreiðslum. Úkraínski kantmaðurinn hefur engan veginn staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans og var þar að auki dæmdur í leikbann í desember vegna inntöku efna sem eru á bannlista fyrir atvinnumenn í fótbolta.

Sancho byrjaði vel eftir félagaskipti sín til Chelsea á lánssamningi frá Manchester United en hefur ekki verið að gera sérlega góða hluti á nýju ári. Hann er kominn með eina stoðsendingu í fjórtán leikjum eftir áramót.
Athugasemdir
banner