Arsenal 3 - 0 Real Madrid (Samanlagt, 3-2)
1-0 Alessia Russo ('46 )
2-0 Mariona Caldentey ('49 )
3-0 Alessia Russo ('59 )
1-0 Alessia Russo ('46 )
2-0 Mariona Caldentey ('49 )
3-0 Alessia Russo ('59 )
Arsenal bókaði sæti sitt í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu með magnaðri endurkomu í einvíginu gegn Real Madrid í kvöld.
Real Madrid vann fyrri leikinn í Madríd 2-0 og þurfi Arsenal að eiga sinn besta leik til þess að komast áfram.
Fyrri hálfleikurinn var alger einstefna. Arsenal sótti stíft að marki Real Madrid, en það voru gestirnir sem fengu besta færið er Filippa Angeldahl lét vaða á markið en Daphne van Domselaar varði vel í markinu.
Arsenal-konur stilltu saman strengi í hálfleik og komu svífandi inn í síðari hálfleikinn.
Alessia Russo skoraði eftir nokkrar sekúndur er hún mætti glæsilegri fyrirgjöf Chloe Kelly og nokkrum mínútum síðar jafnaði Mariona Caldentey einvígið er hún stangaði annarri fyrirgjöf Kelly í netið.
Markið sem fleytti Arsenal áfram gerði síðan Russo. Steph Catley skallaði aukaspyrnu Katie McCabe aftur fyrir markið á Russo sem sendi Arsenal í undanúrslitin.
Arsenal mætir franska liðinu Lyon í undanúrslitum en fyrri leikirnir eru spilaðir 19. og 20. apríl og seinni leikirnir viku síðar.
Athugasemdir