Lyon 4 - 1 Bayern München (Samanlagt, 6-1)
0-1 Klara Buhl ('33 )
1-1 Daelle Melchie Dumornay ('46 )
2-1 Kadidiatou Diani ('54 )
3-1 Tabitha Chawinga ('60 )
4-1 Ada Hegerberg ('90 )
0-1 Klara Buhl ('33 )
1-1 Daelle Melchie Dumornay ('46 )
2-1 Kadidiatou Diani ('54 )
3-1 Tabitha Chawinga ('60 )
4-1 Ada Hegerberg ('90 )
Franska stórliðið Lyon er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 4-1 sigur liðsins á Bayern München í heimavelli sínum í kvöld.
Lyon, sem er sigursælasta lið í sögu Meistaradeildarinnar, vann fyrri leikinn í Þýskalandi með tveimur mörkum gegn engu og var því í nokkuð góðri stöðu fyrir heimaleikinn.
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern og íslenska landsliðsins, hefur verið að glíma við meiðsli síðustu vikur, en hún var greinilega ekki 100 prósent fyrir þennan leik. Glódís var á bekknum og kom ekkert við sögu er hún horfði á liðsfélaga sína missa niður ágætis stöðu.
Klara Buhl kom Bayern yfir á 33. mínútu og tókst að opna einvígið, en þær frönsku svöruðu strax í upphafi síðari hálfleiks með þremur mörkum á fjórtán mínútum.
Daelle Melchie Dumornay skoraði þegar nokkrar sekúndur voru liðnar af síðari og þá bætti sóknarmaðurinn öflugi Kadidiatou Diani við öðru á 54. mínútu.
Tabitha Chawinga gerði þriðja marki eftir frábæra sókn. Diani fékk boltann úti hægra megin, kom með geggjaða sendingu inn fyrir á Chawinga sem skilaði boltanum í autt netið.
Á lokamínútunum leiksins skoraði varamaðurinn Ada Hegerberg fjórða og síðasta mark Lyon í leiknum eftir undirbúning Dumornay. Meistarabragur á þeim frönsku.
Lyon örugglega áfram í undanúrslit á meðan Glódís og stöllur hennar eru úr leik. Lyon mætir Arsenal eða Real Madrid í undanúrslitum.
Athugasemdir