Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. apríl 2021 08:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lykilmaðurinn: Óþolandi fyrir hafsenta að mæta honum
Lengjudeildin
Arnór Gauti Ragnarsson.
Arnór Gauti Ragnarsson.
Mynd: UMFA - Raggi Óla
Þjálfarar og fyrirliðar Lengjudeildarinnar spá því að Afturelding hafni í níunda sæti deildarinnar í sumar.

Hægt er að lesa umfjöllun um Aftureldingu með því að lesa hérna.

Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Eiður Ben gefur sitt álit á liði Aftureldingar.

Hann telur að Arnór Gauti Ragnarsson sé þeirra helsti lykilmaður fyrir sumarið.

„Arnór Gauti er orðin þekkt stærð í íslenskum fótbolta. Það er ljóst að hann mun gjörbreyta því hvernig liðin munu mæta Aftureldingu miðað við þegar liðið spilaði í Lengjubikarnum," segir Eiður.

„Arnór Gauti býr yfir miklum hraða og styrk. Hann er líklega mest óþolandi leikmaður fyrir hafsenta að mæta því hann er endalaust að allan leikinn."

„Hann mun skora mörk fyrir liðið í sumar, en ég held að það verði ekki það mikilvægasta fyrir liðið, heldur mun hann geta ýtt varnarlínu andstæðingsins aftar á völlinn og mun vera mjög dýrmætur fyrir liðið sem fyrsti varnarmaður."

Arnór gekk nýverið aftur til liðs Aftureldingu, frá Fylki á láni. Arnór Gauti er 24 ára gamall og uppalinn í Aftureldingu en hann gekk til liðs við Breiðablik þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Hann hefur spilað við fyrir Breiðablik, Selfoss, ÍBV og nú síðast Fylki en hann hefur spilað síðustu tvö tímabil í Árbænum.
Athugasemdir
banner