Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 26. apríl 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Verða bönnuð frá ítölsku deildinni ef þau fara í aðra keppni
Andrea Agnelli, formaður Juventus.
Andrea Agnelli, formaður Juventus.
Mynd: EPA
Ítalska knattspyrnusambandið hefur samþykkt nýja reglu sem gerir það að verkum að þau félög sem fari í nýja keppni verði bönnuð frá því að vera með í ítölsku A-deildinni.

Þessi regla hefur verið sett á eftir að Juventus, Inter og AC Milan ætluðu að ganga í Ofurdeildina. Sú keppni mætti mikilli andstöðu en Juventus hefur ekki yfirgefið verkefnið formlega.

Ítalska knattspyrnusambandið fer nú fram á það að félög í landinu verði að samþykkja það að þau gangi ekki í ósamþykktar deildir.
Athugasemdir
banner