Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. apríl 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við stefnum hærra og viljum meira en þetta"
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aftureldingu er spáð níunda sæti í Lengjudeildinni.
Aftureldingu er spáð níunda sæti í Lengjudeildinni.
Mynd: Raggi Óla
Arnór Gauti gekk til liðs við Aftureldingu á dögunum.
Arnór Gauti gekk til liðs við Aftureldingu á dögunum.
Mynd: UMFA - Raggi Óla
Enes Cogic og Magnús Már stýra Aftureldingu.
Enes Cogic og Magnús Már stýra Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfum endað í 8. sæti undanfarin tvö ár svo þessi spá er í takt við það," segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.

Aftureldingu er spáð níunda sæti Lengjudeildarinnar í sumar.

„Ég yrði hins vegar ekki ánægður ef þetta yrði niðiurstaðan í haust því við stefnum hærra og viljum meira en þetta," segir Magnús jafnframt.

Magnús Már tók við þjálfun Aftureldingar fyrir síðustu leiktíð eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari og leikmaður liðsins þar á undan. Magnús Már er áfram yngsti þjálfari deildarinnar, aðeins 32 ára gamall.

Auk þess að vera þjálfari Aftureldingar er Magnús Már annar af ritstjórum Fótbolta.net, en hann mun ekki koma að umfjöllun um Lengjudeildina, eins og síðustu tvö sumur..

Gaman að sjá þá stíga sín fyrstu skref
Magnús segir að leikirnir á undirbúningstímabilinu hafi verið kaflaskiptir en það hafi verið gaman að sjá unga og uppalda stráka taka sín fyrstu skref.

„Í vetur höfum við gefið mörgum nýjum ungum og uppöldum leikmönnum tækifæri og það hefur verið gaman að fylgjast með þeim stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki," segir Magnús en það hafa komið frábærir leikmenn upp úr unglingastarfi Aftureldingar á síðustu árum. Jason Daði Svanþórsson og Róbert Orri Þorkelsson eru báðir komnir í Breiðablik þar sem þeir verða líklega báðir í nokkuð stóru hlutverki í sumar.

„Leikirnir á undirbúningstímabilinu hafa verið kaflaskiptir. Margt gott í gangi en við höfum líka átt leiki þar sem lítið hefur gengið upp. Við erum með ákveðna hugmyndafræði í gangi og það er gaman að sjá leikmenn taka framförum og spila góðan fótbolta. Við erum með þrjá leikmenn sem koma úr háskóla í Bandarikjunum á næstu dögum og erum einnig að endurheimta leikmenn eftir meiðsli. Hópurinn á því eftir að verða breiðari og þéttari í sumar."

Það kom Covid-stopp fyrir nokkrum vikum síðan á líklega versta mögulega tíma; þegar öll lið voru að verða vel gíruð í Íslandsmótið.

„Covid pásan á dögunum kom auðvitað á leiðinlegum tíma en strákarnir stóðu sig frábærlega í henni. VIð æfðum áfram af krafti samkvæmt reglum og vonandi var þetta síðasta stoppið í boltanum. Þetta hafa verið alveg nógu mörg stopp hingað til!"

Lærði gríðarlega mikið
Eins og áður segir þá er Magnús á leið í sitt annað tímabil sem aðalþjálfari. Hvað lærði hann mest af síðasta tímabili?

„Ég lærði gríðarlega mikið sem og leikmennirnir. Fyrsta ár mitt sem aðalþjálfari litaðist auðvitað af kórónuveirufaraldrinum og við þurftum að aðlaga okkur að því. Við spiliuðum að mínu mati frábærlega á löngum köflum í Lengjudeildinni í fyrra og hefum viljað uppskera fleiri stig í samræmi við það."

„Margir lekir hjá okkur voru mjög jafnir og verkefnið í sumar verður að ná fleiri stigum út úr slíkum leikjum. Í vetur höfum við unnið í að byggja ofan á það sem við gerðum vel í fyrra og bæta það sem vantaði upp á. Umgjörðin í kringum liðið er frábær, fleira fólk hefur komið að starfinu og við erum hrikalega spenntir að sýna hvað í okkur býr í sumar."

„VIð ætlum að reyna að halda áfram að spila góðan og skemmtilegan fótbolta, skora mörk og sækja fleiri stig en í fyrra. Liðsheildin er sterk og við í þjálfarateyminu höfum mikla trú á hoṕnum. Vonandi verður gaman fyrir stuðningsfólk Aftureldingar að koma á leikina í sumar og fylgjast með liðinu."

Ætla að fá liðsstyrk fyrir mót
Afturelding hefur misst nokkra sterka pósta frá því í fyrra, þá helst Jason Daða. Liðið hefur einnig fengið til sín nokkra flotta leikmenn. Magnús er mjög ánægður með hóp sinn.

„Ég er mjög ánægður með hópinn. Við erum með marga unga og spræka stráka sem bæta sig með hverjum deginum og hafa mikinn metnað. Arnór Gauti Ragnarsson kom til okkar frá Fylki í síðustu viku og hann hefur smollið frábærlega inn í hópinn líkt og aðrir leikmenn sem hafa komið til okkar í vetur," segir Magnús en það er von á frekari liðsstyrk á næstu dögum.

„Við ætlum að fá liðsstyrk fyrir mót til að stækka og styrkja hópinn ennþá meira, en það skýrist betur á næstu dögum hvað gerist í þeim efnum."

Þessi klassíska
Þá er það stóra spurningin sem allir þjálfarar fá; hvað er markmiðið fyrir sumarið?

„Markmiðið er svo að sjálfsögðu að ná í fleiri stig en í fyrra og endar ofar í töflunni. Við viljum halda áfram að byggja upp gott fótboltalið í Mosfellsbæ," segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner