Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
banner
   þri 26. apríl 2022 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Nik: Gæti ekki verið stoltari af stelpunum
Nik Anthony Chamberlain
Nik Anthony Chamberlain
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar R., var ánægður með framlag liðsins í 2-0 tapinu fyrir Val í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 Þróttur R.

Þróttarar voru vel inn í leiknum allan tímann og sýndu að þær gátu bitið frá sér.

Bæði mörkin sem liðið fékk á sig komu eftir hornspyrnur. Nik segir að liðið hafi mögulega átt að fá aukaspyrnu í aðdraganda fyrsta marksins.

„Mér fannst þetta mjög jafn leikur. Ég gæti ekki verið stoltari af stelpunum í kvöld. Flest ár höfum við komið hingað og það er yfirleitt bara eitt á lið á vellinum en þær gáfu allt í þetta og við fengum tvö mörk á okkur úr föstum leikatriðum."

„Við hefðum mögulega átt að fá aukaspyrnu í fyrra markinu. Dani komst fyrir framan og Arna keyrir yfir hana en Íris hélt okkur svo inn í leiknum í síðari hálfleik með mögnuðum vörslum,"
sagði Nik við Fótbolta.net.

Hann segir að það eina sem þurfi í raun og veru að bæta í leik þeirra eru ákvarðanatökur á síðasta þriðjungnum.

„Við vorum góðar á fyrstu tveimur hlutum vallarins en við vorum í veseni á síðasta þriðjungnum vantaði úrslitasendingu og hlaupin en Dani og Freyja eru nýjar í þessari deild. Þetta er eitt af því sem við þurfum að læra af og bæta," sagði hann ennfremur en viðtalið er í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner