Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   þri 26. apríl 2022 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Nik: Gæti ekki verið stoltari af stelpunum
Kvenaboltinn
Nik Anthony Chamberlain
Nik Anthony Chamberlain
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar R., var ánægður með framlag liðsins í 2-0 tapinu fyrir Val í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 Þróttur R.

Þróttarar voru vel inn í leiknum allan tímann og sýndu að þær gátu bitið frá sér.

Bæði mörkin sem liðið fékk á sig komu eftir hornspyrnur. Nik segir að liðið hafi mögulega átt að fá aukaspyrnu í aðdraganda fyrsta marksins.

„Mér fannst þetta mjög jafn leikur. Ég gæti ekki verið stoltari af stelpunum í kvöld. Flest ár höfum við komið hingað og það er yfirleitt bara eitt á lið á vellinum en þær gáfu allt í þetta og við fengum tvö mörk á okkur úr föstum leikatriðum."

„Við hefðum mögulega átt að fá aukaspyrnu í fyrra markinu. Dani komst fyrir framan og Arna keyrir yfir hana en Íris hélt okkur svo inn í leiknum í síðari hálfleik með mögnuðum vörslum,"
sagði Nik við Fótbolta.net.

Hann segir að það eina sem þurfi í raun og veru að bæta í leik þeirra eru ákvarðanatökur á síðasta þriðjungnum.

„Við vorum góðar á fyrstu tveimur hlutum vallarins en við vorum í veseni á síðasta þriðjungnum vantaði úrslitasendingu og hlaupin en Dani og Freyja eru nýjar í þessari deild. Þetta er eitt af því sem við þurfum að læra af og bæta," sagði hann ennfremur en viðtalið er í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner