Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 26. apríl 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enrique eftir fyrsta deildartapið: Setjum athyglina á leikinn í Lundúnum
Mynd: EPA
PSG tapaði sínum fyrsta leik í frönsku deildinni í gær þegar liðið tapaði 3-1 gegn Nice.

Liðið var nálægt því að bæta met en PSG spilaði 30 leiki í röð án þess að tapa. Nantes spilaði 32 leiki í röð án þess að tapa tímabilið 1995/96.

Næsti leikur PSG er gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram á þriðjudaginn á Emirates.

„Við erum mjög pirraðir en svona er fótboltiinn. Við verðum að sætta okkur við úrslitin og óska Nice til hamingju því þeir nýttu tækifærin. Við áttum skilið að vinna, frammistaðan var góð en úrslitin segja ekki til um það," sagði Enrique.

„Þetta voru ekki sanngjörn úrslit en nú verðum við að einbeita okkur að endurheimt og setja athyglina á næsta leik í Lundúnum. Við verðum klárir."
Athugasemdir
banner
banner