Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 26. apríl 2025 21:24
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild Asíu: Ronaldo, Durán og Mané slátruðu Yokohama
Mynd: Al-Nassr
Yokohama F. Marinos 1 - 4 Al-Nassr
0-1 Jhon Duran ('27)
0-2 Sadio Mane ('31)
0-3 Cristiano Ronaldo ('38)
0-4 Jhon Duran ('49)
1-4 Kota Watanabe ('53)
Rautt spjald: Kota Watanabe, Yokohama ('73)

Stjörnum prýtt lið Al-Nassr spilaði við Yokohama F. Marinos frá Japan í 8-liða úrslitum asísku Meistaradeildarinnar í kvöld og skóp þægilegan sigur.

Kólumbíumaðurinn Jhon Durán skoraði tvennu og voru Cristiano Ronaldo og Sadio Mané einnig á skotskónum í 1-4 sigri.

Miðjumaðurinn Kota Watanabe skoraði eina mark Yokohama til að klóra í bakkann á 53. mínútu og fékk svo tvö gul spjöld til að láta reka sig af velli.

Al-Nassr mætir annað hvort Kawasaki Frontale eða Al-Sadd í áhugaverðum undanúrslitaleik.

Úrslitakeppni Meistaradeildarinnar fer öll fram í Jeddah, í Sádi-Arabíu. 8-liða úrslitin hófust í gær og fer úrslitaleikurinn fram 3. maí.
Athugasemdir
banner