Framtíð Hakim Ziyech hjá Chelsea er í mikilli óvissu en hann hefur ekki verið í stóru hlutverki á þessari leiktíð.
Hann var nálægt því að yfirgefa félagið á láni í janúar en viðræður við PSG fóru í vaskinn á síðustu stundu.
Þessi fyrrum leikmaður Ajax sást spjalla við Erik ten Hag stjóra Manchester United eftir leik liðana í gær en þeir voru saman hjá Ajax á sínum tíma. Ten Hag vildi lítið tjá sig um hvað fór þeirra á milli.
„Það er á milli okkar. Við höfum upplifað ýmislegt saman, fallega hluti, það er tenging fyrir lífstíð," sagði Ten Hag.
Hann vill sjá hann spila meira.
„Hann verður að spila í hverri viku. Leikmaður eins og hann, á hátindi ferilsins verður að vera á vellinum."
Athugasemdir