Ítalskir fjölmiðlar eru sammála um að Antonio Conte er aðeins einu skrefi frá því að taka við stjórnartaumunum hjá Napoli sem hefur verið í miklu þjálfaraveseni síðan Luciano Spalletti var rekinn síðasta sumar.
Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, er sagður vera tilbúinn til að breyta taktík sinni í samningsmálum þjálfara og ætlar að leggja mikið púður í ráðninguna á Conte.
Conte er harður þjálfari sem gerir ákveðnar kröfur til þeirra félaga sem hann er samningsbundinn hverju sinni um leikmannakaup.
Gian Piero Gasperini var fyrsti kostur í stöðunni en hann vildi ekki færa sig um set eftir átta ár hjá Atalanta.
Conte fær stóran samning hjá Napoli og verður eitt af hans stærstu verkefnum að reyna að halda skærustu stjörnum liðsins frá öðrum stórveldum um Evrópu.
Victor Osimhen og Khvicha Kvaratskhelia eru gríðarlega eftirsóttir og vill De Laurentiis halda þeim í Napolí.
Conte gerði garðinn frægan bæði sem leikmaður og þjálfari hjá Juventus en er ekki lengur í miklu uppáhaldi hjá stuðningsfólki félagsins eftir að hafa stýrt Inter í tvö ár.
Athugasemdir