Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   sun 26. maí 2024 19:48
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Við vildum koma inn af krafti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Elísabetarsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans sigraði KA 5-0 í Garðarbænum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 KA

„Þetta kannski leit út fyrir það (að vera auðvelt). Mér fannst þeir alveg sækja þannig að þeir hefðu getað sett mark og eru með góða leikmenn. Mér leið alveg eins og þeir hefðu getað komið sér inn í leikinn en svo vorum við bara sterkir. Við vorum sterkir varnarlega líka. Það lítur út fyrir að við höfum verið mjög beittir sóknarlega sem við vorum en varnarlega vorum við það líka. Þannig ég var ánægður með það."

Stjarnan skoraði á 3. mínútu fyrri hálfleiks og 3. mínútu seinni hálfleiks. Þeir komu sterkir inn í báða hálfleikana sem gerði KA mönnum erfitt fyrir.

„Við ræddum alveg fyrir leik að við vildum koma inn af krafti. Við gerðum það svo sem í síðasta leik líka, en við fáum samt mark snemma á okkur í seinasta leik, sem við erum auðvitað ekki ánægðir með. Maður er aldrei ánægður að fá á sig mörk, en kannski hvernig það kom. Við vildum koma inn af krafti það er alveg ljóst."

Alexander Máni Guðjónsson fékk sínar fyrstu mínútur í Bestu deildinni en hann er aðeins 14 ára gamall og var það stór stund fyrir strákinn.

„Hann er bara búinn að vinna fyrir þessu, er með einstakt hugarfar og er bara vel gefinn ungur maður. Þannig að það er alltaf gaman þegar þannig gæjar koma upp. Það er annar sem fékk ekki að koma inn á, Elvar Máni. Hann líka bara lét til sín taka, hann lét finna fyrir sér. Auðvitað vann ekki allar barátturnar svona líkamlega, en bara virkilega gaman að sjá hann."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner