Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   sun 26. maí 2024 19:48
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Við vildum koma inn af krafti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Elísabetarsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans sigraði KA 5-0 í Garðarbænum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 KA

„Þetta kannski leit út fyrir það (að vera auðvelt). Mér fannst þeir alveg sækja þannig að þeir hefðu getað sett mark og eru með góða leikmenn. Mér leið alveg eins og þeir hefðu getað komið sér inn í leikinn en svo vorum við bara sterkir. Við vorum sterkir varnarlega líka. Það lítur út fyrir að við höfum verið mjög beittir sóknarlega sem við vorum en varnarlega vorum við það líka. Þannig ég var ánægður með það."

Stjarnan skoraði á 3. mínútu fyrri hálfleiks og 3. mínútu seinni hálfleiks. Þeir komu sterkir inn í báða hálfleikana sem gerði KA mönnum erfitt fyrir.

„Við ræddum alveg fyrir leik að við vildum koma inn af krafti. Við gerðum það svo sem í síðasta leik líka, en við fáum samt mark snemma á okkur í seinasta leik, sem við erum auðvitað ekki ánægðir með. Maður er aldrei ánægður að fá á sig mörk, en kannski hvernig það kom. Við vildum koma inn af krafti það er alveg ljóst."

Alexander Máni Guðjónsson fékk sínar fyrstu mínútur í Bestu deildinni en hann er aðeins 14 ára gamall og var það stór stund fyrir strákinn.

„Hann er bara búinn að vinna fyrir þessu, er með einstakt hugarfar og er bara vel gefinn ungur maður. Þannig að það er alltaf gaman þegar þannig gæjar koma upp. Það er annar sem fékk ekki að koma inn á, Elvar Máni. Hann líka bara lét til sín taka, hann lét finna fyrir sér. Auðvitað vann ekki allar barátturnar svona líkamlega, en bara virkilega gaman að sjá hann."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner