Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 26. maí 2024 19:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd staðfestir brottför Fernandez til Benfica
Alvaro Fernandez í leik með Benfica
Alvaro Fernandez í leik með Benfica
Mynd: EPA

Spænski vinstri bakvörðurinn Alvaro Fernandez er alfarið genginn til liðs við Benfica frá Manchester United eftir að hafa verið á láni hjá portúgalska liðinu seinni hluta tímabilsins.


Fernandez lék 16 leiki fyrir Benfica og skoraði eitt mark en liðið hafnaði í 2. sæti í portúgölsku deildinni en Sporting stóð uppi sem sigurvegari.

Hann er 21 árs gamall en Benfica borgar sex milljónir evra fyrir hann. Man Utd hefur forkaupsrétt á honum og fær einnig prósentu af söluverði ef Benfica selur hann síðar.

Hann var á láni hjá Granada fyrri hluta tímabilsins þar sem hann spilaði 14 leiki í spænsku deildinni.

Þá var hann á láni hjá Preston á síðustu leiktíð þar sem hann var valinn ungi leikmaður ársins hjá liðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner