Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 26. maí 2024 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þórdís Elva skoraði - Bröndby og Rosengård í toppbaráttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í leikjum dagsins í evrópska fótboltanum í dag, þar sem leikið var í Danmörku og Svíþjóð.

Þórdís Elva Ágústsdóttir var í byrjunarliði Växjö sem gerði jafntefli við Djurgården í efstu deild sænska boltans. Þórdís skoraði fyrsta mark leiksins á 49. mínútu og var skipt af velli á 82. mínútu, í stöðunni 1-0.

Gestirnir frá Stokkhólmi leituðu að jöfnunarmarki en fundu ekki margar glufur á vörn Vaxjo, ekki fyrr en Tove Almqvist skoraði á 89. mínútu. Lokatölur urðu 1-1 og er Växjö með 10 stig eftir 8 umferðir.

Guðrún Arnardóttir var þá á sínum stað í varnarlínu Rosengård sem lagði Piteå þægilega að velli. Rosenborg vann viðureignina 4-0 og trónir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta umferðir.

Í danska boltanum fékk Hafrún Rakel Halldórsdóttir að spreyta sig í þægilegum sigri Bröndby gegn Århus, þar sem heimakonur unnu leikinn 4-0.

Hafrún kom inn af bekknum undir lokin og er Bröndby í öðru sæti dönsku deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu - tveimur stigum á eftir toppliði Nordsjælland. Bröndby og Nordsjælland mætast í spennandi innbyrðisviðureign í lokaumferð tímabilsins.

Vaxjo 1 - 1 Djurgarden
1-0 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('49)
1-1 Tove Almqvist ('89)

Rosengard 4 - 0 Pitea

Brondby 4 - 0 AGF

Athugasemdir
banner
banner
banner