
Óli Þórðar segir að Jói Kalli hafi átt að fá rautt. Hér heldur Óli boltanum á lofti í leiknum í kvöld.
Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, var að vonum svekktur eftir 1-0 tap sinna manna gegn Fylki í Pepsi-deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 0 Víkingur R.
Víkingar settu boltann tvígang í tréverkið en það voru Fylkismenn sem tryggðu sér sigur með marki frá Ásgeiri Erni Arnþórssyni í uppbótartíma.
„Þetta er mjög svekkjandi. Við stjórnuðum þessum leik meira og minna frá A til Ö og hefðum átt að vera búnir að klára þetta löngu fyrr,“ sagði Ólafur við Fótbolta.net.
„Ég vildi nú meina að dómarinn tæki eitthvað af okkur þarna í leiknum, ég vildi meina að við ættum að fá vítaspyrnu og það verður mjög spennandi að sjá það í sjónvarpinu.“
„Jói Kalli átti aldrei að fá að klára 90 mínútur í þessum leik. Hann átti bara að fá rautt spjald þegar hann tekur Rolf niður í fyrri hálfleik, og svo eru þrjú tilefni í seinni hálfleik til að gefa honum seinna gula sem hann sleppur með.“
Athugasemdir