Heimild: DV 433 
            
                                        
                                                                                                                                                                                                                                        
                                                                
                433 greinir frá því að leikmaður karlaliðs Breiðabliks hefur verið sendur í sóttkví vegna smits sem kom upp hjá leikmanni kvennaliðsins.
                
                
                                    Umræddur leikmaður karlaliðsins umgekkst kvennaliðið í útskriftarveislu síðasta laugardag, en allt kvennaliðið er í sóttkví vegna smitsins.
Smitið kom upp í gær en ákveðið var að spila leik Blika gegn Keflavík í Mjólkurbikar karla þrátt fyrir smitið. Allt svæðið var sótthreinsað í kjölfarið og mátti ekki æfa þar í dag.
Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri hjá Breiðablik, sagði í samtali við 433 að leikmaðurinn færi í sóttkví og ekki þyrfti að einangra aðra leikmenn liðsins.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greindi frá því í dag að karlalið Blika þyrfti ekki að fara í sóttkví vegna málsins.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
        

