Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. júní 2020 20:10
Ívan Guðjón Baldursson
Karlalið Breiðabliks ekki í sóttkví
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því að karlalið Breiðabliks þurfi ekki að fara í sóttkví vegna smits í kvennaliðinu.

Sett var spurningarmerki við það að leikur karlaliðs Breiðabliks hefði farið fram í gærkvöldi, aðeins degi eftir að upp komst um smit í kvennaliðinu.

Skoðað var hvort karlalið Breiðabliks þyrfti að fara í sóttkví. Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net hefur einn leikmaður karlaliðsins þurft að fara í sóttkví en það var vegna þess að hann mætti í útskriftarveislu sem hinn smitaði leikmaður kvennaliðsins fór í.

Búið er að rekja smit kvennaliðsins og ljóst að enginn í karlaliðinu hafi getað smitast útfrá smituðum leikmanni kvennaliðsins á æfingasvæðinu.

Karlalið Blika á næst heimaleik gegn Fjölni 29. júní.



Sjá einnig:
Íslandsmótið í uppnámi? - Leikmaður Breiðabliks greind með Covid-19
Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra staðfestir smitið
Twitter - Hvers vegna voru leikmenn ekki testaðir?
Víðir: Margir sem fara í sóttkví
Búið að fresta fjórum leikjum útaf smitinu
Yfir 200 manns þurfa að fara í sóttkví eftir smit leikmannsins
Tilkynning Breiðabliks: Hún fór í einu og öllu að fyrirmælum yfirvalda

Athugasemdir
banner
banner