
„Alltaf góð tilfinning að vinna leiki og það skemmir ekki að setja þrjú," sagði Nökkvi Þeyr Þórisson leikmaður KA eftir 4-1 sigur á Fram í Mjólkurbikarnum.
Lestu um leikinn: KA 4 - 1 Fram
Nökkvi skoraði tvö mörk úr tveimur vítaspyrnum í fyrri hálfleik og KA fór með 2-0 forystu í hálfleik. Fram var með yfirhöndina á stórum kafla í síðari hálfleik og náði að minnka muninn úr enn einni vítaspyrnu leiksins.
„Það kom kafli sem við vorum ekki sérstakir en svo róuðumst við aftur niður og sköpuðum mikið. Við hefðum getað sett 1-2 mörk í viðbót, það er jákvætt, góð frammistaða hjá liðinu."
Nökkvi skoraði sína fyrstu þrennu í meistaraflokki í dag. Tvö úr vítum og eitt á opið markið. Mörkin þurfa ekki alltaf að vera falleg.
„Mark er mark og þau gilda jafn mikið, þetta var mjög sætt,"
Athugasemdir