Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 26. júlí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dodo kostar 15 milljónir - Callejon farinn til Spánar (Staðfest)
Dodo í leik með Shakhtar.
Dodo í leik með Shakhtar.
Mynd: EPA

Það er nokkuð um breytingar í herbúðum Fiorentina í sumar og er félagið búið að krækja í brasilíska bakvörðinn Dodo frá Shakhtar Donetsk.


Dodo er 23 ára gamall og gerir fimm ára samning við Fiorentina. Hann á 18 landsleiki að baki fyrir yngri lið Brasilíu og kostar rúmlega 15 milljónir evra.

Dodo er hægri bakvörður og spilaði 56 leiki á tveimur árum hjá Shakhtar. Hann er fjórði leikmaðurinn til að ganga í raðir Fiorentina í sumar eftir komu Rolando Mandragora, Pierluigi Gollini og Luka Jovic.

Spænski kantmaðurinn Jose Callejon er þá farinn á frjálsri sölu eftir að samningurinn rann út. Callejon er 35 ára gamall og gerir eins árs samning við Granada sem leikur í næstefstu deild á Spáni eftir óvænt fall í vor. Markmiðið er að komast beint aftur upp.

Callejon á tæpa 100 leiki að baki fyrir Real Madrid og 350 fyrir Napoli en hjá Fiorentina spilaði hann 55 leiki á tveimur árum. Hann á þó aðeins fimm landsleiki fyrir Spán.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner