Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   þri 26. júlí 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Ekki borist formlegt tilboð í Tielemans
Mynd: EPA
Aiyawatt Srivaddhanaprabha, stjórnarformaður Leicester, segir að ekkert formlegt tilboð hafi borist í belgíska miðjumanninn Youri Tielemans.

Ýmsar sögur hafa verið í gangi um leikmanninn og talað um áhuga frá Arsenal og Manchester United.

Tielemans, sem er 25 ára belgískur landsliðsmaður, hefur verið algjör lykilmaður hjá Leicester og vill takast á við nýja áskorun á sínum ferli.

Á síðasta ári spilaði hann lykilhlutverk í bikarmeistaratitli Leicester.


Athugasemdir
banner