Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. júlí 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum markvörður Selfoss semur við Arsenal (Staðfest)
Í leik með Selfyssingum.
Í leik með Selfyssingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal var að krækja í bandarískan markvörð sem spilaði með Selfoss fyrir nokkrum árum síðan.

Arsenal tilkynnti í gær að félagið hefði samið við Kaylan Marckese og fær hún treyju númer 18 hjá félaginu.

Marckese spilaði með Selfossi sumarið 2020 og fór svo til Danmerkur eftir það. Hún gekk þar í raðir HB Köge sem er sterkasta liðið í Danmörku.

Hún varð tvisvar danskur meistari með HB Köge. Hún spilaði líka með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem liðið mætti meðal annars Arsenal.

„Þetta er draumur að rætast," segir Marckese í samtali við vefsíðu Arsenal.

Hún mun berjast við austurríska landsliðsmarkvörðinn Manuela Zinsberger um sæti í byrjunarliðinu á næsta tímabili.

Arsenal hafnaði í öðru sæti ensku deildarinnar á síðustu leiktíð eftir harða baráttu við Chelsea um titilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner