Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 26. júlí 2022 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Gianluca Scamacca til West Ham (Staðfest)
West Ham var að krækja í einn besta framherja Seríu A
West Ham var að krækja í einn besta framherja Seríu A
Mynd: Heimasíða West Ham
West Ham United hefur fest kaup á ítalska framherjanum Gianluca Scamacca en hann kemur til félagsins frá Sassuolo. Þetta kemur fram í tilkynningu frá enska félaginu.

Scamacca er 23 ára ítalskur landsliðsmaður sem skoraði sextán mörk í 38 leikjum fyrir Sassuolo í ítölsku A-deildinni á síðasta tímabili.

Hann var lengi vel orðaður við franska meistaraliðið Paris Saint-Germain en þegar félagið ákvað að leita annað komst West Ham í bílstjórasætið.

West Ham náði samkomulagi við Sassuolo á dögunum og greiðir enska félagið 30 milljónir punda fyrir þjónustu hans. Scamacca stóðst læknisskoðun í dag og skrifaði í kjölfarið undir fimm ára samning við félagið.

Sassuolo mun fá 10 prósent af næstu sölu Scamacca sem er nú loks mættur til félagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner