West Ham United hefur fest kaup á ítalska framherjanum Gianluca Scamacca en hann kemur til félagsins frá Sassuolo. Þetta kemur fram í tilkynningu frá enska félaginu.
Scamacca er 23 ára ítalskur landsliðsmaður sem skoraði sextán mörk í 38 leikjum fyrir Sassuolo í ítölsku A-deildinni á síðasta tímabili.
Hann var lengi vel orðaður við franska meistaraliðið Paris Saint-Germain en þegar félagið ákvað að leita annað komst West Ham í bílstjórasætið.
West Ham náði samkomulagi við Sassuolo á dögunum og greiðir enska félagið 30 milljónir punda fyrir þjónustu hans. Scamacca stóðst læknisskoðun í dag og skrifaði í kjölfarið undir fimm ára samning við félagið.
Sassuolo mun fá 10 prósent af næstu sölu Scamacca sem er nú loks mættur til félagsins.
All the way from Rome, Italy...
— West Ham United (@WestHam) July 26, 2022
Welcome to West Ham United, Gianluca Scamacca! ✍️ pic.twitter.com/QkrSPUg6nH
Athugasemdir