Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. júlí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ragnar Þór í Sindra (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sindri er búinn að fá til sín ansi öflugan liðsstyrk fyrir toppbaráttuna sem er framundan í 3. deildinni.


Ragnar Þór Gunnarsson er genginn í raðir félagsins frá Lengjudeildarliði Þróttar Vogum.

Ragnar Þór er fæddur 1994 og hefur meðal annars leikið fyrir Val og Selfoss á ferlinum. Hann hefur verið hjá Þrótti í fjögur og hálft ár en hefur aðeins tekið þátt í fimm Lengjudeildarleikjum í sumar.

Ragnar var byrjunarliðsmaður hjá Þrótti síðustu fjögur ár er liðið fór upp úr 2. deild eftir nokkrar tilraunir.

Sindri er í fjórða sæti í 3. deild, aðeins einu stigi eftir toppliðunum þremur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner