Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 26. ágúst 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
David Luiz kom til Arsenal til að vinna ensku úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images
David Luiz vill hjálpa Arsenal að vinna úrvalsdeildartitla á Englandi. Miðvörðurinn kom sér í fréttirnar um helgina þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu gegn Liverpool.

Sjá einnig:
David Luiz ósáttur með dóminn: Salah fann ekki fyrir þessu

Hinn 32 ára gamli Luiz var keyptur til Arsenal frá Chelsea á 8 milljónir punda á lokadegi félagaskiptagluggans á Englandi í sumar.

Hjá Chelsea vann hann ensku úrvalsdeildina, Meistaradeildina og FA-bikarinn tvisvar. Brasilíumaðurinn telur að Arsenal geti barist um að vinna allar keppnir sem félagið tekur þátt í á þessu tímabili.

„Þetta félag getur aftur náð þeim hæðum sem það náði einu sinni. Við erum með mikil gæði í liðinu," sagði Luiz við Sky Sports.

„Ég kom hingað til að vinna ensku úrvalsdeildina, og ég vil líka berjast í öðrum keppnum."

Arsenal tapaði 3-1 gegn Liverpool á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner