Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 26. september 2020 20:01
Helga Katrín Jónsdóttir
Kjartan: Veit ekki betur en að við höfum að stórum hluta verið að spila á móti íslenska landsliðinu í dag
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir tók í dag á móti toppliði Vals í Pepsi-Max deild kvenna. Þar unnu Valsstelpur stórsigur og styrktu þar með stöðu sína á toppnum. Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var nokkuð brattur eftir leik þrátt fyrir slæmt tap:

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  7 Valur

"Þetta var fullstórt en ég held að ansi margir leikmenn hafi fengið sinn fyrsta leik í kvöld og ég var virkilega ánægður með þær. Þetta er búin að vera svolítil bras vika, sóttkví, meiðsli, spjöld og alls konar. Við vissum hvernig þessi leikur gæti farið og vorum alveg undirbúin undir það"
 
"Við erum  með alltof marga 2. flokks leikmenn í kringum okkur sem hafa ekki verið á æfingum hjá okkur og við erum að spila svoleiðis í dag. Það er kannski klikkið. Við erum búin að missa svolítið marga menn úr byrjunarliðinu, vorum að telja 6-7 sem er svolítið mikið fyrir okkur. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið fínn leikur en kannski ágætis leikur í reynslubankann þar sem við erum að láta unga leikmenn fara inná og fá reynslu og vonandi skilar það sér."

Er Kjartan sáttur með gengi síns liðs í sumar?
 
"Ég get ekki verið ósáttur. Ég hefði átt að vinna fleiri stig í sumum leikjum en mér hefur líka verið sagt að við höfum tekið þónokkur stig sem við áttum ekki að fá. Við höfum bæði átt góða leiki en líka ansi slaka."

Hvað þarf að gera til að brúa bilið á milli efstu tveggja liðanna og næstu liða?
 
"Ef einhver myndi hugsanlega skína í Fylki þá er hún líklegast komin í Breiðablik eða Val. Það er sennilega það sem segir til um hvort þetta bil verði eitthvern tímann brúað. Þessi deild hefur aldrei verið sterkari og jafnari og fullt af flottum liðum sem er mjög jákvætt. Við sjáum nú hvað íslenska landsliðið var að gera, veit ekki betur en að við höfum að stórum hluta verið að spila á móti þeim í dag. Stelpur sem hafa verið að spila í 3. Og 2. flokki voru að stíga sín fyrstu skref í dag og stóðu bara seinni hálfleikinn ágætlega miðað við íslenska landsliðið."

Athugasemdir
banner
banner