Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 26. september 2020 15:56
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Fram, Leiknir og ÍBV unnu - Þór úr leik
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Haukur Gunnarsson
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórum fyrstu leikjum dagsins er lokið í Lengjudeild karla og voru engin úrslit sem komu sérstaklega á óvart.

Það er helst í fréttum að Þór er búinn að missa af tækifærinu til að komast upp í efstu deild eftir tap á heimavelli gegn Fram í leik sem einkenndist af miklum vindi.

Alexander Már Þorláksson kom Fram yfir snemma leiks eftir góða fyrirgjöf frá Þóri Guðjónssyni. Auðvitað átti Fred Saraiva þátt í markinu.

Þórsarar reyndu að svara fyrir sig en tókst ekki að skora þrátt fyrir góð færi. Það var Fred sem tvöfaldaði forystu Fram gegn gangi leiksins á 74. mínútu og virtist allur móði dottinn úr Akureyringum.

Meira var ekki skorað og lokatölur 0-2, sem þýðir að Fram heldur pressu á topplið Keflvíkinga og Þór er úr leik í toppbaráttunni.

Sjá textalýsingu

Þór 0 - 2 Fram
0-1 Alexander Már Þorláksson ('6)
0-2 Fred Saraiva ('74)

Leiknir R. er jafn Fram á stigum eftir sigur í erfiðum leik gegn Aftureldingu. Máni Austmann Hilmarsson kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks og skiptu Breiðhyltingar um treyjur í leikhlé.

Í síðari hálfleik tvöfaldaði Vuk Oskar Dimitrijevic forystu Leiknismanna en hann lagði fyrra markið einnig upp. Undir lokin fengu gestirnir úr Mosfellsbæ tækifæri til að minnka muninn en Alejandro Zambrano Martin brenndi af vítapunktinum með ömurlegri spyrnu. Skömmu síðar innsigluðu heimamenn sigurinn.

Leiknir er því í öðru sæti ásamt Fram, einu stigi eftir toppliði Keflavíkur sem á leik til góða.

Sjá textalýsingu

Leiknir R. 3 - 0 Afturelding
1-0 Máni Austmann Hilmarsson ('37)
2-0 Vuk Oskar Dimitrijevic ('50)
2-0 Alejandro Zambrano Martin ('86, misnotað víti)
3-0 Ágúst Leó Björnsson ('88)

ÍBV heldur þá í við toppbaráttuna með sigri gegn Þrótti R. á meðan Víkingur Ó. er svo gott sem búinn að bjarga sér frá falli með öruggum sigri á Leikni frá Fáskrúðsfirði.

Jón Jökull Hjaltason var hetja Eyjamanna þar sem hann skoraði fyrra mark leiksins og lagði það seinna upp fyrir Jack Lambert. Lambert skoraði svo aftur undir lokin og urðu lokatölur 0-3. Eyjamenn eru sex stigum frá toppbaráttunni þegar fjórar umferðir eru eftir.

Sjá textalýsingu

Í Fjarðabyggðarhöllinni var markalaust í leikhlé en Ólsarar skoruðu þrjú í síðari hálfleik áður en Emmanuel Eli Keke fékk sitt annað gula spjald á 67. mínútu.

Leiknismenn minnkuðu muninn niður í eitt mark á lokakaflanum og fékk Povilas Krasnovskis rautt spjald áður en Brynjar Skúlason þjálfari Leiknis var einnig rekinn upp í stúku. Nær komst Leiknir ekki og dýrmæt stig í hús fyrir Ólafsvíkinga.

Sjá textalýsingu

Þróttur R. 0 - 3 ÍBV
0-1 Jón Jökull Hjaltason ('57)
0-2 Jack Lambert ('78)
0-3 Jack Lambert ('89)

Leiknir F. 2 - 4 Víkingur Ó.
0-1 Kristófer Jacobson Reyes ('47)
0-2 Gonzalo Zamorano ('54)
0-3 Harley Willard ('65)
1-3 Arkadiusz Jan Grzelak ('87)
2-3 Markaskorara vantar ('92)
2-4 Gonzalo Zamorano ('93)
Rautt spjald: Emmanuel Eli Keke, Víkingur Ó. ('67)
Rautt spjald: Povilas Krasnovskis, Leiknir F. ('82)

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner