Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
   þri 26. september 2023 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Jón Daði öflugur í stórsigri Bolton - Hákon byrjaði í tapi
watermark Jón Daði skoraði og lagði upp
Jón Daði skoraði og lagði upp
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Bolton Wanderers, skoraði og lagði upp í 8-1 stórsigri liðsins á U21 árs liði Manchester United í EFL-bikarinum í kvöld.

Selfyssingurinn var í byrjunarliði Bolton í annað sinn á tímabilinu og komst loksins á blað.

Hann lagði upp annað markið og skoraði sjötta í þessum risasigri, en Bolton hefur unnið báða leiki sína í bikarnum.

Liðið er á toppnum í riðli 5 með sex stig af sex mögulegum. Bolton er ríkjandi meistari í keppninni.

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Brescia í markalausa jafnteflinu gegn Spezia í ítölsku B-deildinni. Hann fór af velli snemma í síðari hálfleiknum.

BJarki Steinn BJarkason kom inn af bekknum í 3-1 tapi Venezia gegn Palermo. Mikael Egill Ellertsson og Hilmir Rafn Mikaelsson voru báðir á bekknum. Hjörtur Hermannsson var þá ekki í hópnum hjá Pisa sem gerði markalaust jafntefli við Reggiana.

Venezia er í 4. sæti með 12 stig, Brescia í 9. sæti með 8 stig og Pisa í 11. sæti með 8 stig.

Hákon Arnar Haraldsson byrjaði þá í 2-1 tapi Lille gegn Reims í frönsku úrvalsdeildinni. Skagamaðurinn fór af velli á 64. mínútu leiksins. Lille er með 8 stig úr fyrstu sex leikjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner