De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   þri 26. september 2023 21:29
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeild kvenna: Danir skoruðu fimm á Wales - Heimsmeistararnir í stuði
watermark Aitana Bonmati skoraði tvö fyrir heimsmeistarana
Aitana Bonmati skoraði tvö fyrir heimsmeistarana
Mynd: Getty Images
Danmörk er í efsta sæti í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildar kvenna með sex stig eftir að hafa unnið 5-1 sigur á Wales í Cardiff í kvöld. England tapaði fyrir Hollandi, 2-1, á meðan heimsmeistaralið Spánverja kjöldró Sviss, 5-0.

Pernille Harder skoraði þrennu fyrir Dani á móti Wales og var þetta annar sannfærandi sigur liðsins í keppninni.

Danmörk er á toppnum með 6 stig, þremur meira en Ísland og Þýskaland. Wales er án stiga á botninum.

Englendingar töpuðu fyrir Hollandi, 2-1, í Utrecht. Renate Jansen gerði sigurmarkið undir lok leiks. Belgía og Skotland gerðu 1-1 jafntefli í sama riðli.

Frakkland lagði Austurríki að velli, 1-0. Wendie Renard, miðvörður Lyon, gerði eina markið á 5. mínútu. Portúgal vann nauman 3-2 sigur á Norðmönnum, en Frakkar eru í efsta sæti riðilsins með 6 stig á meðan Portúgal er í öðru með 3 stig. Liðin leika í riðli 1.

Aitana Bonmati, besti leikmaður heims, skoraði tvö fyrir Spán sem kjöldró Sviss, 5-0, í riðli 4. Johanna Rytting Kaneryd skoraði þá eina mark Svía í 1-0 sigrinum á Ítalíu. Spánverjar eru á toppnum með 6 stig, en Svíar og Ítalir með 3 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner