Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 26. október 2020 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
England: Kane lagði sigurmarkið upp fyrir Son
Burnley 0 - 1 Tottenham
0-1 Son Heung-min ('76)

Son Heung-min gerði eina mark leiksins er Tottenham lagði Burnley að velli í miklum baráttuleik í úrvalsdeildinni.

Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem heimamenn í Burnley sýndu frábæran varnarleik og gáfu gestunum ekki millimeter.

Leikurinn hélt áfram að vera bragðdaufur eftir leikhlé en Burnley komst nálægt því að skora þegar tók að líða á klukkuna. Fyrst komst Chris Wood einn í gegn en stöðvaður af dómaraflautunni vegna hendi og skömmu síðar þurfti Harry Kane að bjarga skalla frá James Tarkowski á marklínunni.

Skömmu síðar fékk Tottenham hornspyrnu og vann Kane fyrsta skallaboltann glæsilega. Hann náði að skalla knettinum í hlaupaleiðina hjá Son sem kláraði færið með öðrum skalla.

Kane og Son hafa núna lagt upp 29 sinnum fyrir hvorn annan í ensku úrvalsdeildinni. Þar eru þeir í öðru sæti í sögu deildarinnar, eftir Didier Drogba og Frank Lampard.

Burnley reyndi að sækja jöfnunarmark en tilraunir heimamanna voru máttlausar og niðurstaðan 0-1 sigur.

Tottenham fer upp í 5. sæti með sigrinum og situr þar tveimur stigum frá toppliðunum frá Liverpool. Burnley er í fallsæti, með eitt stig eftir fimm umferðir.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði fyrstu 84 mínútur leiksins.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner