Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. janúar 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cooper: Lok gluggans mikilvægara United en leikurinn gegn City
Mynd: Getty Images
James Cooper, fréttamaður hjá Sky Sports, er á því að föstudagurinn í þessari viku sé stærri fyrir Manchester United heldur en leikur liðsins gegn Manchester City á miðvikudaginn.

Á föstudaginn lokar félagaskiptagluggin klukkan 23:00. Á miðvikudaginn mætast City og United á Etihad í seinni leik liðanna í undanúrslitum deildabikarsins. City leiðir 3-1 eftir fyrri leikinn.

Cooper er á því að ein til tvö kaup muni létta á pressunni sem Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, er undir þessa stundina. Svo muni það líklegast bæta hópinn og auka breiddina sem ekki er mikil þessa stundina.

Bruno Fernandes og Islam Slimani eru þau nöfn sem United hefur verið mest orðað við en sagan með Bruno er sú sem hefur lifað lengst. Sporting vill fá upphæð frá United sem United virðist ekki tilbúið að greiða.

Sporting er talið vilja fá um 59 milljónir punda fyrir portúgalska miðjumanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner